
Regluleg og fjölbreytt þjálfun gefur mest.
Breytt viðhorf til heilsu
Á næstu árum mun þróunin verða í þá átt að hver og einn beri meiri ábyrgð á eigin heilsu og vellíðan. Við munum spyrja okkur hvað er það sem við getum gert til að bæta heilsu og vellíðan? Getur líkaminn læknað sig sjálfur með mataræði og hreyfingu? Þessar spurningar eiga eftir að verða áleitnari og bera hærra á góma.
Læknavísindin eru frábær og það hafa orðið gríðalegar framfarir í lækningum á allskonar sjúkdómum og heilsutjóni. Það sem ógnar heilsunni mest eru lífsstílssjúkdómar hverskonar. Sjúkdómar sem eru áunnir með ákveðnum lífsstíl eins og t.d. reykingar, áfengisneysla, ofneysla matar osfrv. Lífsstílssjúkdómar á borð við sykursýki II, hjarta-og æðasjúkdómar, offita og krabbamein er mögulega hægt að hafa áhrif á með “réttu” líferni. Þetta eru sjúkdómar sem hægt er að hafa áhrif á með breytum eða bættum lífsstíl. Neyslu á hollum mat og reglulegri hreyfingu.
Það þarf engin að vera íþróttastjarna eða meistarakokkur til að gera þetta. Allt sem þarf er þeking, vilji og nenna. Enginn lífstíll er fyrirhafnarlaus og fyrirhöfnin er vel þess virði til að bæta lífsgæði. Ef þú vilt koma þér á betri stað og lifa lífinu lifandi, hámarka lífsgæðin þín er alveg tími til að breyta umlífsstíl og taka málin í sínar hendur.
Þú verður að átta þig á því að þetta er eitt af því sem ekki er hægt að láta gera fyrir sig. EN það er hægt að sækja sér aðstoð og taka fyrstu skrefin með einhverjum sem kann til verka. Eftir því sem þú lærir meira verður þú öruggari og ferð að taka nýjum lífsstíl sem sjálfsögðum hlut sem þarf ekki að hafa meira fyrir en hverju öðru. Ég er hér til aðstoðar á allan hátt. Get sett upp fyrir þig matarplan, æfingaplan og hvatt þig áfram.