Skref fyrir skref


Skref fyrir skref

 

Heilsan er ekki verkefni sem tekið er með trompi og áhlaupi.  Það er ekki vænlegt til árangurs að hugsa heilsusamlegan lífsstíl sem eitthvert áhlaup eða tímabil sem þú ætlar að taka þig í gegn og svo er það bara búið.  Það verður að taka eitt skref í einu og það verður að vera hægt að lifa með þessu.  Eiga samskipti við fólk við mismunandi aðstæður og tækifæri án þess að lífsstíllinn beri tjón í hvert skipti.

Margri veigra sér við að breyta mataræði sínu því þeir treysta sér ekki til að standa við það sem þeir ákveða þegar þeir eru innan um annað fólk sem er kannski að bjóða uppá eitthvað sem það er veikt fyrir.  En eitt þarftu að muna að þú ert þinn eigin herra og það er enginn sem neyðir mat ofan í þig.  Þetta er alltaf fyrst og fremst í höfðinu á þér.