Hreyfing er líkamanum nauðsynleg. Það er um að gera að finna sér eitthvað sem er skemmtilegt og maður getur hugsað sér að stunda reglulega. Ég mæli eindregið með fjölbreyttri þjálfun, ekki festast í einhverju einu. Þú færð mismunandi færni í mismunandi þjálfun. Lyftu lóðum, hlauptu, hjólaðu, dansaðu, farðu í jóga, bara hafðu þetta fjölbreytt.